starri við svalahurð eitra

starri við svalahurð eitra, hvað er til ráða?
TAkk fyrir
að koma á síðuna :-)

Hafið samband  eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna starrahreiður

Myndin sýnir hvar hreiðrið er staðsett við niðurfalssrörið

Myndin sýnir hvar hreiðrið er staðsett við niðurfalssrörið

EF þið verðið vör við starra
eða starrahreiður nálægt
dyrum látið fjarlægja hreiðrið.

Ef það er ekki gert er mikil
hætta á að starrafló bíti ykkur.

Kláðinn sem fylgir varir í nokkra daga.

Mikil útbrot geta myndast. Continue reading

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér, hvað get ég gert?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

starabit

starabit

Það lýsir sér m.a. í hósta og öndunarörðugleikum. Ég hef bent fólki á að ef starrafló eða geitungur bíti eða stingi þá geti það verið hættulegt vegna þess að líkaminn sýni ofnæmisviðrögð. En hvað er ofnæmi.

Ég fann mjög góðar upplýsingar frá Doktor.is og deili því hér með. Skoðið vel textann hér að neðan til að fræðast um bráðaofnæmi, gæti komið sér vel síðar

 

Bráðaofnæmi er lífshættuleg viðbrögð líkamans við
efnum sem hann kemst í snertingu við.

Efni sem geta valdið bráðaofnæmi
· Lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf.
· Matur s.s. skelfiskur, hnetur, jarðarber og egg.
· Skordýrabit eða stungur.

Hvað sérðu?
· Skyndileg vaxandi einkenni innan við 30 mínútum eftir snertingu við ofnæmisvaldinn
· Hnerri, hósti.
· Öndunarerfiðleikar, andnauð.
· Blámi í kringum varir og munn.
· Bólga í slímhúð, tungu, munni eða nefi.
· Útbrot.
· Hraður hjartsláttur.
· Ógleði og kviðverkir.
· Svimi.

Hvað gerirðu?
· Hringdu í Neyðarlínuna 112.
· Fjarlægðu ofnæmisvald ef hægt er.
· Aðstoðaðu við notkun adrenalínpenna ef viðkomandi á slíkan.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands

Bráðaofnæmi myndband frá síðdegisútvarpinu

Hvað gerist ef geitungur stingur mig?

Geitungar úr geitungagildrunni, nærmynd líklega trjágeitungur

Geitungar

Í versta falli getur maður dáið, það hefur gerst t.d. í Kína (sjá frétt) en ekki á Íslandi svo vitað sé. Ef geitungur stingur á viðkvæman stað eins og í hálsinn getur það verið mjög hættulegt ef viðkomandi er með bráðaofnæmi. Hálsinn gæti bólgnað út og lokað fyrir öndun á mjög skömmum tíma.

Til að tryggja sig er hægt að tala við lækni og láta kanna hvort bráðaofnæmi er til staðar og svo hitt að kanna hvort lyfið sem nota á sé í lagi.

Ef geitungur stingur er möguleiki á stífkrampa, þannig að betra er að forðast geitunga. Geitungar stinga yfirleitt ekki nema þeir séu áreittir eins og þegar geitungabú eru eitruð. Þá koma þeir út úr búinu og geta stungið. Sami geitungur getur stungið oftar en einu sinni. Það er því öruggara að láta meindýra- og geitungabanann aðstoða.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabanann í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Spurningar sem tengjast geitungum:
Finnst hættulegasti geitungur í heimi á Íslandi?
Stinga allir geitungar?

Á hverju lifa geitungar?
18. okt 2013 Ef ég finn geitungabú þar sem börn eru að leik, hvað geri ég?
Hvernig er best að finna geitungabú?

Hafa einhverjir látist vegna geitungastungu á Íslandi?
Er til annað orð yfir geitunga en geitungur?
Hvað geta verið margir geitungar í einu búi á Íslandi?

Hvernig get ég nálgast geitunga- og meindýrabanann?
Eru risageitungar á Íslandi?
Eru stungur geitunga hættulegar?